Að vera með vottað umhverfisstjórnunarkerfi þýðir að búið er að skilgreina hverjir eru helstu umhverfisþættir starfseminnar og hvaða umhverfisáhrif hljótast af þeim. Í kjölfarið þarf að fylgjast reglulega með þessum þáttum og setja sér markmið um að draga úr umhverfisáhrifum. Líkt og í öllum gæðakerfum þá er krafa um að unnið sé eftir ákveðinni stefnumótun og að innra eftirlit og reglubundið rýni sé framkvæmt á öllum ferlum.
Markmiðin sem fyrirtæki setja sér geta verið margvísleg og fara að einhverju leyti eftir starfssemi hvers fyrirtækis fyrir sig. Þó þurfa allir að huga að innkaupum til að tryggja að ekki að sé verið að kaupa óæskileg efni eða í of miklu magni. Fyrirtæki með umhverfisstjórnunarvottun fylgjast líka öll með úrgangsmyndun hjá sér og reyna að lámarka þann úrgang sem verður til í starfsseminni. Fyrirtæki ná oft mjög góðum árangri og má nefna sem dæmi að eftir að Umhverfisstofnun fékk ISO 14001 vottun sína árið 2011 þá hefur flokkun aukist gífurlega og er nú á bilinu 96%-98% af öllum úrgangi flokkaður.
Staðallinn er einn útbreiddasti staðallinn á þessu sviði og er gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum (ISO). Hann lýsir því hvernig setja má upp árangursríkt umhverfisstjórnunarkerfi, og þar með tvinna saman umhverfislega ábyrgð við reksturinn. Staðallinn setur ekki ákveðnar kröfur um árangur í umhverfismálum, heldur setur fram viðmið og kortleggur áætlun sem fyrirtæki eða stofnanir geta fylgt til að setja upp skilvirkt umhverfisstjórnunarkerfi.
Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir á Íslandi eru með vottuð umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001 staðlinum (uppfært júlí 2013):
Ef einhver fyrirtæki hafa ekki ratað á listann má senda póst á ust@ust.is og þá verður listinn að sjálfsögðu uppfærður.