Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Frá því að viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir hefur einnig tekið til flugs hafa flugrekendur sem falla undir kerfið þurft að afla losunarheimilda sem samsvara árlegri losun CO2 frá starfseminni. Er þetta hluti af aðgerðum sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Samkvæmt lögum nr. 70/2012, um losun gróðurhúsalofttegunda, með síðari breytingum, úthlutar Umhverfisstofnun endurgjaldslausum losunarheimildum til flugrekenda sem falla undir ETS og eru undir umsjón íslenska ríkisins, í samræmi við árangursviðmið sem umhverfisráðherra ákveður með reglugerð. Ákvæði þeirrar reglugerðar eru í samræmi við ákvörðun Sameiginlegu EES-nefndarinnar um árangursviðmið fyrir flugstarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt reglugerð nr. 1131/2011 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda fá flugrekendur úthlutað á hverju ári 0,6422 losunarheimildum fyrir hverja 1000 tonnkílómetra.

Vísað er til ákvörðunar sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 62/2014 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, og að fellt verði inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um breytingu á tilskipun 2003/87/EB og var ákvörðunin samþykkt með þingsályktun á Alþingi þann 29. apríl sl. Ákvörðunin fjallar um minnkun gildissviðs viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, og sérstaklega með tilliti til flugs til og frá flugvöllum sem staðsettir eru löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), sem og flugferða milli flugvalla staðsett á ysta svæðinu innan landamæra og flugvöllum í öðrum hluta EES frá 1 janúar 2013 til 31. desember 2016. Í ljósi minnkunar gildissviðs fær umráðandi loftfars sem nýtur góðs af endurgjaldslausum losunarheimildum því færri heimildum úthlutað á fyrrnefndu tímabili í hlutfalli við minnkun á skuldbindingum.

Með tilvísan til framangreindra ákvæða hefur Umhverfisstofnun endurreiknað úthlutun losunarheimilda til flugrekenda í viðskiptakerfi ESB fyrir tímabilið 2013-2016.

Eftirtaldir flugrekendur fá úthlutað endurgjaldsslausum losunarheimildum fyrir tímabilið 2013-2016:

CRCO Flugrekandi Árleg úthlutun 2013-2016 Heildarúthlutun 2013-2016
3176 FLUGFELAG ISLANDS 8.011 32.044
1479 ICELANDAIR ; 186.364 754.456
Losunarheimildir eru í tonnum af koldíoxíði (CO2)

 

Þeir flugrekendur sem eru undanþegnir gildissviðinu skv. áðurnefndri reglugerð, sem eru smáir flugrekendur með heildarlosun undir 1.000 tonn CO2 á ári, eða flugrekendur í atvinnurekstri með færri en 243 flugferðir á hverju tímabili í þrjú samfelld fjögurra mánaða tímabil, fá einungis úthlutað losunarheimildum en þær verða ekki færðar yfir á reikning þeirra í skráningarkerfinu. Ef að þessir flugrekendur auka losun sína á tímabilinu munu þeir hins vegar fá þær heimildir sem þeim hefur verið úthlutað.

Þetta á við um eftirfarandi flugrekendur:

CRCO Flugrekandi Árleg úthlutun 2013-2016 Heildarúthlutun 2013-2016
28475 Silk Way Airlines  4 16 
30279 Papier Mettler  61 244 
36291 RAFAN HOLDING BV  1 4
35130 Switchback Argentina, LLC  0 0
35682 Investair 300, LLC  1 4
f10895 Cooper Industries  2 8
f12111 Supervalu Inc.  4 16
Losunarheimildir eru í tonnum af koldíoxíði (CO2)

 

Flugrekendur sem Umhverfisstofnun hafa umsjón með nú fengið yfirlit yfir hversu margar endurgjaldslausar losunarheimildir þeir fá til ársins 2016, en ef flugrekendur þurfa frekari losunarheimildir þurfa þeir að kaupa þær á almennum markaði.

Nánari upplýsingar og ítarefni má sjá á heimasíðu Umhverfisstofnunar, og heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.