Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Gísli Jónsson

Umhverfisstofnun hefur veitt Ísfélagi Vestmannaeyja hf. starfsleyfi fyrir rekstur fiskimjölsverksmiðju við Strandveg 28 í Vestmannaeyjum. Nýja leyfið veitir heimild til að framleiða úr allt að 1.200 tonnum af hráefni á sólarhring, líkt og eldra starfsleyfi verksmiðjunnar sem er nú fallið úr gildi. 

Tillaga að starfsleyfi fyrir verksmiðjuna var auglýst á tímabilinu 19. maí til 9. júlí 2014. Auk opinberrar auglýsingar á tillögunni var hún sérstaklega send til umsagnar hjá umsækjanda, Slökkviliði Vestmannaeyja, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Skipulagsstofnun og Vinnueftirlitinu. 

Umhverfisstofnun bárust athugasemdir við tillöguna frá einum aðila og voru þær minniháttar. Breytingar á starfsleyfinu frá auglýstri tillögu voru því ekki miklar. Þar ber helst að nefna breytingu á grein 2.3 en þar er nú talað um afskurð og aukaafurðir í stað fiskúrgangs. Rekstraraðili hafði gert athugasemdir við fyrra orðalag en Umhverfisstofnun sá sér aðeins fært að verða við þessum óskum rekstraraðila eftir breytingar á lögum 55/2003 um meðhöndlun úrgangs sem samþykktar voru á Alþingi 16. maí 2014. 

Nánari upplýsingar um meðferð athugasemda eru í greinargerð sem fylgir fréttinni. 

Nýja starfsleyfið öðlaðist gildi 27. ágúst sl. og gildir til 27. ágúst 2030. 

Tengd gögn