Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Vakt er hjá Umhverfisstofnun vegna strands Akrafells við Vattarnes og aðgerðaráætlun Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslu Íslands og Samgöngustofu hefur verið virkjuð. 

Fulltrúi Umhverfisstofnunar og mengunarvarnarbúnaður er á leið á staðinn ef á þarf að halda. Á þessari stundu er einnig verið að draga út olíuvarnargirðingu í varúðarskyni. Engin merki eru um að olía leki frá skipinu.