Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Aðgerðaráætlun Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu hefur verið virkjuð vegna strands Green Freezer við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð. Fulltrúi Umhverfisstofnunar er á leið með þyrlu Landhelgisgæslunnar á staðinn og er hafinn undirbúningur til að tryggja að bráðamengunarbúnaður verði til taks ef á þarf að halda.