Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Ís 47 ehf. til framleiðslu á allt að 1.200 tonnum af þorski (áframeldi) og regnbogasilungi í sjókvíum í Önundarfirði. 

Í umsóknargögnum fyrirtækisins kemur fram að eldisstarfsemi fyrirtækisins hófst árið 2010 í Skutulsfirði en fluttist árið eftir í Önundarfjörð. Starfsleyfi og rekstrarleyfi eru nú í gildi fyrir allt að 200 tonna eldi á ári. Eldið var til að byrja með áframeldi á þorski en eldi á regnbogasilungi hófst 2013. 

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á tímabilinu 24. september til 19. nóvember 2014. Á vef Umhverfisstofnunar má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynningu til Skipulagsstofnunar og matsskylduákvörðun hennar. 

Tilkynnt var um væntanlega framkvæmd til Skipulagsstofnunar sem tók ákvörðun um matsskyldu þann 30. janúar 2014. Niðurstaðan hennar var að aukið fiskeldi Ís 47 ehf. í Önundarfirði sé ekki líklegt til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. 

Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað. 

Frestur til að gera athugasemdir um starfsleyfistillöguna er til 19. nóvember 2014.

Tengd gögn