Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til Lífefna- og sameindalíffræði Læknadeildar Háskóla Íslands fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar mýs (mus musculus) í dýraaðstöðu Háskóla Íslands í VRIII, Hjarðarhaga 2-6. Með leyfinu er Háskóla Íslands heimilt að flytja inn og rannsaka erfðabreyttar mýs með mismunandi erfðabreytingar sem koma að gagni við rannsóknir á krabbameinssjúkdómum og kennslu. Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið. Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera, og er veitt til 3 ára.

Tengd gögn