Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Frá og með næstu áramótum verður bannað að nota ósoneyðandi efni við áfyllingar á búnað á borð við kæli- og loftræstikerfi. Þessi krafa hefur verið yfirvofandi lengi enda hefur notkun ósoneyðandi efna dregist verulega saman á undanförnum árum. Umhverfisstofnun tekur þátt í samnorrænu verkefni á þessu ári um að minna rekstraraðila á þessi tímamörk og hvetur um leið til þess að notuð séu efni í staðinn sem hvorki eyða ósonlaginu né valda gróðurhúsaáhrifum.