Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Hið velþekkta græna merki Svansins, sem finna má m.a. á ljósritunarpappír, uppþvottalögi og hótelum, hefur slegið í gegn. Næstum allir á Norðurlöndunum þekkja Svaninn eða um 91% af íbúum landanna fimm. Þetta gerir Svaninn að eitt af best heppnuðu umhverfismerkjum heims. 

Atvinnulífið taki þátt 

Þrátt fyrir strangar kröfur og úttektir hefur atvinnulífið tekið Svaninn til sín. Í dag er Svanurinn notaður í 191 mismunandi vöruflokkum, frá salernishreinsi til prentsmiðja eða bílaþvottastöðva og merkið má finna á 18.000 mismunandi vörum. En þrátt fyrir að Svanurinn sé leiðandi meðal umhverfismerkja, finnst norrænu umhverfisráðherrunum ekki nóg gert. 

„Nei, við myndum vilja sjá enn fleiri fyrirtæki taka þátt í umhverfisbylgjunni. Umhverfismál verða æ mikilvægari með hverjum deginum og það leikur enginn vafi á að í umhverfisvænni starfsemi felst samkeppnisforskot“, segir Åsa Romson, umhverfisráðherra Svíþjóðar. 

Kraftur neytandans

Umhverfisráðherrarnir eru sammála um að án umhverfisvitundar almennings væri Svanurinn ekki það sterka vörumerki sem hann er í dag. 

„Hérna er máttur neytandans greinilegur. Neytendur geta haft áhrif á atvinnulífið þannig að lögð sé áhersla á að framleiða vörur og þjónustu sem hafi minni neikvæð umhverfisáhrif. Svanurinn byggir á áhuga hvers einstaklings á umhverfinu og það er trúin á mátt einstaklinginn sem er hornsteinn merkisins“, segir Tine Sundtoft, loftslags- og umhverfisráðherra Noregs. 

Svanurinn, sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna, var stofnaður af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Svanurinn veitir neytendum möguleikan á að velja örugga vöru fyrir umhverfi og heilsu og gerir strangar kröfur til alls lífsferilsins – í framleiðslu, við notkun og þegar varan að lokum endar sem úrgangur. 

Á Íslandi hefur Svanurinn vaxið hratt á undanförnum árum og í dag eru 28 íslensk fyrirtæki með Svansvottun. Þeirra á meðal eru ræstingarfyrirtæki, prentsmiðjur, hótel, veitingastaðir, kaffihús, iðnaðarhreinsir og mötuneyti. Nýjustu Svansleyfishafar á Íslandi eru Hótel Fljótshlíð og ræstingarfyrirtækin Bónbræður og Allt hreint. 

Um Svaninn

  • Stofnaður af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989
  • 91% af almenningi á Norðurlöndunum þekkir Svaninn
  • 1.628 fyrirtæki hafa hlotið Svansvottun
  • 191 mismunandi vöruflokkar með Svaninn
  • 18.000 mismunandi vörur með Svaninn
  • 28 íslensk fyrirtæki með Svaninn
  • Kynntu þér Svaninn
  • Svanurinn fyrir atvinnulífið