Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Völundur Jónsson

Að gefnu tilefni vill Umhverfisstofnun ítreka að neðri malarstígurinn við Gullfoss er lokaður. Stígurinn er ekki talinn öruggur ferðafólki nema yfir sumartímann af eftirtöldum ástæðum: 
  1. Stígurinn er hættulegur í hálku en þar getur myndast mun meiri hálka en á öðrum stígum í kring vegna úða frá fossinum. 
  2. Erfitt hefur reynst björgunarfólki að koma slösuðum af stígnum þegar þar er hálka. 
  3. Vegna frostsprunga í bergi er hætta á berghruni að ofan. 
  4. Vegna frostsprunga í bergi er hætta á berghruni í klettasyllunni sjálfri sem stendur við fossinn. Einnig er bent á að þó það komi frostlausir dagar á vetrartíma getur samt verið mikil hrunhætta á stígnum. 

Sett hefur verið upp keðja sem lokar stígnum og á henni eru varúðarskilti. Þó Gullfoss sé fjölfarinn ferðamannastaður er ástæða til að minna ferðafólk á að ávallt skal umgangast árgljúfur af varkárni, sérstaklega árgljúfur af þessari stærðargráðu. 

Landvörður er starfandi á Gullfossi og Geysi og er með síma 822 4031.