Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Gísli Jónsson

Umhverfisstofnun hefur áminnt Ísfélag Vestmannaeyja hf. fyrir starfsstöð sína í Vestmannaeyjum og krafist úrbóta vegna fráviks sem kom í ljós við eftirlit. 

Frávikið er vegna brennslu úrgangsolíu hjá rekstraraðila án þess að fyrir því séu heimildir í starfsleyfi og hefur stofnuninni hvorki borist úrbótaáætlun né staðfesting á að hætt hafi verið að brenna úrgangsolíu hjá rekstraraðila. 

Stofnunin hefur áður áminnt rekstraraðila fyrir brennslu úrgangsolíu fyrir starfsstöð sína á Þórshöfn og hefur sú ákvörðun verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 

Sinni Ísfélag Vestmannaeyja hf. ekki tilmælum Umhverfisstofnunar innan tilskilins frests sem fylgir áminningunni er stofnuninni heimilt að leggja á rekstraraðila dagsektir allt að upphæð 500.000 kr. á dag þar til úr sé bætt. Einnig getur stofnunin áformað að grípa til frekari aðgerða.