Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögur að þremur starfsleyfum fyrir bikbirgðastöðvar Vegagerðarinnar. Þær eru staðsettar á Ísafirði, Sauðárkróki og Reyðarfirði. 

Bikbirgðastöðvar eru olíubirgðastöðvar samanber skilgreiningu á olíu sem fram kemur í reglugerð nr. 35/1994, um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Engu að síður er minni mengunarhætta af stöð sem eingöngu geymir olíuefni til malbiks- og olíumalarframleiðslu en af venjulegri olíubirgðastöð. Tekið er tillit til þess með því að flokka þær í 4. eftirlitsflokk (samkvæmt reglugerð nr. 1288/2012) sem þýðir að nægjanlegt er að fara í eftirlitsferðir í þær annað hvert ár. Aðrar olíubirgðastöðvar sem hafa geymarými fyrir 50 m3 eða meira af olíu eru undir meira eftirliti. 

Tillögurnar munu liggja fyrir ásamt umsóknargögnum á skrifstofum viðeigandi sveitarfélaga (Ísafjarðarbæjar, sveitarfélagsins Skagafjarðar og Fjarðabyggðar) á tímabilinu 12. janúar til 9. mars 2015. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 9. mars 2015.

Tengd gögn