Veruleg aukning hefur orðið á undanförnum árum í rafrænum skilum. Um 96% veiðimanna skila skýrslunni rafrænt á skilavef Umhverfisstofnunar. Einungis 857 veiðimenn eru ekki með tölvupóst og fá senda veiðiskýrslu á pappírsformi. Bjarni Pálsson, teymisstjóri veiði- og verndarteymis hefur í gegnum árin fylgst með breytingum á rafrænum skilum sem hófust 1999.
Endurnýjun veiðikortsins kostar 3.500,- ef skýrslunni er skilað fyrir 1. apríl en eftir það hækkar gjaldið í 5.000,-. Þar af leiðandi er hagkvæmast að skila skýrslunni sem fyrst. Hægt er að skila veiðiskýrslum á vef Umhverfisstofnunar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig pappírsflóðið hefur minnkað í gegnum árin þökk sé rafrænum skilum.
![]() |
![]() |
Bjarni Pálsson, með 16.000 pappírsskýrslur
sem senda þurfti veiðimönnum í janúar 2000.
|
Bjarni Pálsson, með 857 veiðiskýrslur sem
sendar verða veiðimönnum í janúar 2015.
Varla er hægt að tala um pappírsflóð lengur.
|