Umhverfisstofnun er þegar með ISO 14001 vottun fyrir umhverfisstjórnunarkerfi, og vinnur að innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri. Með því að gera Grænan leigusamning er allt viðhald og rekstur hússins meðtalinn inn í grænar áherslur stofnunarinnar.
Unnið verður að því í samstarfi við Reiti að innleiða umhverfisvænar breytingar í rekstri húsnæðis að Suðurlandsbraut sem Umhverfisstofnun leigir. Breytingarnar verða innleiddar skv. sex flokkum sem skilgreindir hafa verið sem; sorp og endurvinnsla; rekstur og viðhald; samgöngur; rafmagn; kerfi (loftræsti og kæli) og heitt vatn.