Rúmlega
400 manns höfðu greitt úthlutað leyfi að morgni mánudagsins 13. apríl. Nú
styttist í að þeir sem fengið hafa úthlutað þurfi að ganga frá greiðslu fyrir
leyfið. Borga þarf fyrir leyfið í heild sinni þannig að ekki er um að ræða
staðfestingargjald. Borga þarf fyrir kl. 21.00 miðvikudaginn 15.
apríl. Þeir sem ekki borga innan þess frests hafna þar með úthlutuðu
leyfi. Krafa frá Ríkissjóðsinnheimtu á að vera í heimabanka þeirra sem hafa
fengið úthlutun. Ef menn finna ekki kröfuna eða greiðsluseðilinn er hægt að
millifæra eftir neðangreindum upplýsingum. Best er samt að viðkomandi borgi
útsenda kröfu.
Reikningsnúmer: 0001-26-25335
Kennitala móttakanda: 5402696459
Upphæð
greiðslu: 80.000 fyrir kýr, 135.000 fyrir tarf.
Skýring
greiðslu: Kennitala þess sem er með úthlutað leyfi.
Mikilvægt
er að greiða ekki á seinustu stundu og fylgjast með því að greiðslur sem hafa
verið settar í sjálfvirkar greiðslur á eindaga greiðist.