Umhverfisstofnun auglýsir fyrirhugaðan kynningarfund vegna starfsleyfisumsóknar Thorsil ehf en stofnunin er nú með í auglýsingu tillögu að starfsleyfi fyrir fyrirtækið til að framleiða allt að 110.000 af hrákísli á ári. Reksturinn á að fara fram í Helguvík. Tillaga að starfsleyfi er auglýst á tímabilinu 28. maí til 23. júlí 2015.
Kynningarfundurinn fer fram í Duushúsi í Reykjanesbæ þann 24. júní næstkomandi kl: 17:00.
Auglýsta tillögu er að finna hér.
Íbúar sem og aðrir eru hvattir til að mæta
Umhverfisstofnun