Stök frétt

dynjandi

Umhverfisstofnun í samstarfi við landeigendur RARIK og Ísafjarðabæ hefur lokið vinnu við gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir náttúruvættið Dynjanda. Áætlunin er gerð til 10 ára ásamt aðgerðaráætlun til næstu 5 ára. Verndar- og stjórnunaráætlunin er stjórntæki sem unnið verður eftir til að efla verndun á svæðinu og viðhalda verndargildi náttúruvættisins. Fjöldi ferðamanna sem koma á Dynjanda hefur margfaldast á undanförnum árum og er nú svo komið að innviðir á svæðinu eru ekki nægir til að taka á móti þessum fjölda. Dynjandi er á appelsýnugulum lista sem þýðir að svæðið er undir töluverðu álagi og við því þarf að bregðast. Áætlun er því kærkomið verkfæri sem notað verður til að bregðast við auknu álagi á svæðinu með því að styrkja innviði og auka stýringu gesta um svæðið. Í ár stendur til að far í miklar framkvæmdir á Dynjanda þar sem m.a. verður farið í uppbyggingu og viðhald á  göngustígum, endurnýjun og fjölgun á upplýsinga- og fræðsluskiltum og aðstaða bætt á bílastæði bæði fyrir einkabíla og rútur.

Tengd Skjöl