Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Birt með leyfi Mannvit

Höfundur myndar: Mannvit ehf.

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Nesbik ehf. vegna bikbirgðastöðvar á Akureyri.

Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 16. júlí til 10. september 2015. Engin umsögn barst á auglýsingatíma. Nokkrar minni háttar leiðréttingar voru þó gerðar á textanum frá auglýstri tillögu.

Starfsleyfið gefur heimild til að taka á móti og geyma í einum geymi allt að 2000 m3 af biki (bitumen) eða þau önnur olíuefni sem eru ætluð til malbiks og olíumalarframleiðslu. Auk þess er heimilt að geyma á svæðinu lífolíu (etýlester) og viðloðunarefni í tveimur 50 tonna láréttum geymum og í plastkörum.

Bikbirgðastöðvar teljast olíubirgðastöðvar en þær eru þó aðgreindar í reglugerð (nr. 1288/2012) í lægri eftirlitsflokk (minna eftirlit) en aðrar slíkar stöðvar. Þetta er vegna minni mengunarhættu en í venjulegum slíkum stöðvum.

Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 30. september 2031.

Tengd skjöl