Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun gaf nýlega út starfsleyfi til handa Atlantsolíu ehf. vegna reksturs olíubirgðastöðvar að Óseyrarbraut 23 í Hafnarfirði. Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi á tímabilinu 24. Nóvember 2015 til 19. janúar 2016.

Ein  umsögn barst um tillöguna en hún kom frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Umhverfisstofnun hefur gert greinargerð um hvernig brugðist var við athugasemdunum. Í umsögninni var komið inn á nokkur atriði sem starfsemina varðar. Umhverfisstofnun féllst á ítarlegri ákvæði í starfsleyfinu varðandi löndun. Þá voru gerðar orðalagsbreytingar á nokkrum greinum starfsleyfisins í samræmi við ábendingarnar. Nánar er gerð grein fyrir athugasemdunum í greinargerð sem fylgir fréttinni. Með fréttinni fylgir einnig umrædd umsögn heilbrigðiseftirlitsins.

Starfsleyfi Atlantsolíu ehf. öðlast þegar gildi og gildir til 24. febrúar 2032.

Tengd skjöl