Stök frétt

Árlegur samráðsfundur Umhverfisstofnunar, framkvæmdarstjóra heilbrigðiseftirlitssvæða ásamt fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytis var haldinn 2. og 3. maí  í Mývatnssveit. þar sem enn snjóar. 

 

Á fundinum var rætt um samræmingu eftirlits og tekin ákvörðun um að gera samræmda eftirlitshandbók vegna eftirlits á vegum heilbrigðisnefnda.  Eftirlitshandbók hefði að geyma meginferla varðandi undirbúning eftirlits, eftirlitsferð og gerð eftirlitsskýrslu. Sérstakur ferill verður gerður vegna eftirlits vegna kvartana, fyrirvaralauss eftirlits sem og beitingu þvingunarúrræða.

 

Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að halda áfram að vinna að samræmingu umhverfiseftirlits í landinu og samþykkt að setja á hverju hausti samræmdar áherslur í eftirliti fyrir landið allt.

 

Tekin var ákvörðun um að fara í uppfærslu á núverandi starfsleyfisskilyrðum sem heilbrigðisnefndir nota sem fyrirmyndir í sinni starfsleyfisútgáfu. Var Umhverfisgæðahópi og Hollustuháttahópi, sem er samstarfsverkefni allra 10 heilbrigðiseftirlitssvæðana og Umhverfisstofnunar, falið verkefnið. 

 

Framkvæmdarstjórar heilbrigðiseftirlitssvæða halda síðan áfram að funda með Matvælastofnun og atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti um sameiginleg málefni.