Stök frétt

Nýverið hélt Umhverfisstofnun og Íslenska Hljóðvistafélagið (Íshljóð) málstofu um hljóðstig og eftirlit á skemmtunum og tónleikum. Á málstofunni héldu sérfræðingar á sviði hljóðvistar fróðleg erindi um tengsl hávaða og hljóðstigs á skemmtunum og tónleikum og hvernig eftirliti með hávaða á þessum viðburðum er háttað.

Fyrirlesarar voru Finnur Pind frá Verkfræðiskrifstofunni Eflu sem sagði frá hljóðstigi á samkomum, Ívar Ragnarsson frá Exton sem ræddi um hvort þessi hávaði þyrfti alltaf að vera, Einar Oddsson frá Umhverfisstofnun og Ingibjörn Guðjónsson frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sögðu frá eftirliti með hávaða á samkomum.

Málstofan var vel sótt og eftir að fyrirlesarar voru búnir að halda sín erindi tók við pallborðsumræða.

Fyrirlestrar