Stök frétt

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur skóflustungu að nýrri þjóðgarðsmiðstöð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul föstudaginn 12. ágúst næstkomandi. Athöfnin hefst kl.16:00 vestan við Sjóminjagarðinn á Hellissandi og er öllum opin.

Dagskrá:

  • 16:00 – 16:30 Skóflustunga tekin að nýrri þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi
  • 16:30 – 17:00 Kaffiveitingar í boði Þjóðgarðsins
  • 17:00 – 19:00 Málstofa, „Þjóðgarður á leið til framtíðar“

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnar málstofuna

Frummælendur:         

  • Kristinn Jónasson, bæjastjóri Snæfellsbæjar,
  • Sturla Böðvarsson, bæjastjóri Stykkishólms,
  • Ragnhildur Sigurðardóttir, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes,
  • Kristín Huld Sigurðardóttir, Minjastofnun,
  • Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður
  • Sæmundur Kristjánsson, sagnaþulur og svæðisleiðsögumaður

 

Umræður og fyrirspurnir og málstofuslit kl. 19.00