Stök frétt

Undanfarið hafa fulltrúar Dalvíkurbyggðar, landeiganda í Svarfaðardal, Náttúrusetursins á Húsabakka, umsjónarnefndar friðlandsins og Umhverfisstofnunar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. desember næstkomandi.

Tillöguna má finna á síðunni: http://ust.is/einstaklingar/nattura/verndaraaetlanir-i-vinnslu/fridland-svarfdaela/