Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðsgjald er kr. 155.000. Námskeiðið hefst 9. febrúar og lýkur 5. mars. Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum. Hluti námskeiðsins verður kenndur í fjarkennslu. Námskeiðið er háð því að næg þátttaka fáist.

Sótt skal um á námskeiðið á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1997 eða fyrr. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar

Dagskrá námskeiðsins má finna á heimasíðu stofnunarinnar www.umhverfisstofnun.is

Nánari upplýsingar veitir Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun, jonb@ust.is

Námskeiðið spannar rúmar 100 klst og megin umfjöllunarefni er:

  • Landverðir, helstu störf
  • Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála
  • Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga
  • Gestir friðlýstra svæða
  • Mannleg samskipti
  • Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum, bóklegt og verklegar æfingar
  • Náttúruvernd, verkfærin okkar
  • Vinnustaður landvarða
  • Öryggisfræðsla