Stök frétt

Umhverfisstofnun tók þá ákvörðun 11. maí sl. að á tímabilinu 15. maí til 25. júní 2017 milli  kl. 9:00 og 19:00, verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum. Á næturna er friðlandið lokað frá kl. 19:00 til 9:00. Frá 25. júní kl. 9:00 verður friðlandið opið allan sólarhringinn. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar skýrslu fuglafræðings á árlegri athugun á stöðu fuglalífi í Dyrhólaey og með tilliti til verndunar æðarvarps.

Skýrslan er aðgengileg hér http://ust.is/einstaklingar/nattura/fridlyst-svaedi/sudurland/dyrholaey/