Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið samantekt um stöðu fráveitumála á Íslandi árið 2014 sem byggir á stöðuskýrslum heilbrigðisnefnda.  Í skýrslunni kemur fram að þótt öll þéttbýlissvæði hafi átt að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun í lok árs 2005 sé mikill misbrestur á því. Þá séu vísbendingar um að hluti skólphreinsunar uppfylli ekki kröfur.

Umhverfisstofnun setur fram ýmsar tillögur til úrbóta í stöðuskýrslunni.  Skýra þurfi ábyrgðarskiptingu milli aðila og hvernig þvingunarúrræðum verði beitt gagnvart þeim sveitarfélögum sem ekki uppfylla lagalegar skyldur.

Í úrbótatillögum er einnig bent á að við gerð vatnaáætlunar verði gerð heildstæð, tímasett og fjármögnuð aðgerðaráætlun sem hafi það m.a. að markmiði að koma hreinsun frárennslis í gott horf.

Sjá skýrsluna hér...