Stök frétt

Umhverfisstofnun vekur athygli á að auglýst hefur verið laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra AMAP. Framkvæmdastjóri AMAP ber meðal annars ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu AMAP, að styðja við þróun og framkvæmd vinnuáætlunar AMAP og stuðla að samræmingu við starf annarra vinnuhópa á vegum Norðurskautsráðsins. Um er að ræða  fullt starf. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. Frekari upplýsingar um starfið, menntunar- og hæfniskröfur og umsóknarferlið er að finna á heimasíðu AMAP: https://www.jobbnorge.no/en/available-jobs/job/139714/executive-secretary-of-the-arctic-monitoring-and-assessment-programme-amap

AMAP (Arctic Monitoring and Assessment Programme) er vinnuhópur á vegum Norðurskautsráðsins um vöktun og mat á ástandi Norðurslóða. Hlutverk hans er að taka saman upplýsingar og meta ástand umhverfisins á Norðurslóðum og ógnir sem að því steðja. Einnig er hlutverk hópsins að veita stjórnvöldum ráðgjöf byggða á vísindalegum grunni um aðgerðir til verndunar og forvarna í tengslum við mengun og varnir gegn áhrifum loftslagsbreytinga.