Stök frétt

Vegur um Dómadal sem liggur á milli Landmannahellis og Landmannalauga er lokaður vegna mikils vatns sem liggur yfir veginn. Yfirborð vatnsins hefur lækkað töluvert undanfarna daga og fylgjast landverðir Umhverfisstofnunar grannt með ástandi vatnsins og umhverfi þess.

Ákveðið hefur verið að stika meðfram veginum sem liggur enn undir vatni í því skyni að veita undanþágu á banni við akstri um Dómadal. Er það gert með vitund og samþykkis Vegagerðarinnar. Umsækjendur um undanþágur við umræddu banni skulu hafa samband við landverði á Friðlandi að Fjallabaki. Skilyrði fyrir veittu leyfi er að jeppar séu á 35“ dekkjum til að fá undanþágu. Sækja skal um undanþágu í síma 822-4083, 640-3613 eða 640-3614.