Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn, dags. 27. apríl 2017, um starfsleyfi sbr. lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, frá Advanced Marine Services Limited, 6 Grosvenor Street, W1K 4PZ London England (Fyrirsvar: LEX lögmannsstofa, Borgartúni 26, 105 Reykjavík – Bragi Dór Hafþórsson hdl.). Um er að ræða leit að verðmætum í flaki skipsins Minden, sem var þýskt gufuknúið fraktskip, sem sökk 24. júní 1939, þar sem klippa á gat á skipið. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Stofnunin telur, miðað við umfang og aðgerðir, að framkvæmdin muni ekki koma til með að hafa í för með sér mengun eða óafturkræf áhrif á umhverfið.

Unnið er úr umsókninni og gerð starfsleyfistillögu. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri á að koma með athugasemdir við framkvæmdina áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfis verður tekin.