Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun í samstarfi við Rangárþing eystra og fulltrúa landeigenda og umsjónaraðila undirbýr gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Skógafoss. Fulltrúar þessara aðila mynda samstarfshóp sem vinnur að gerð áætlunarinnar.

Skógafoss er um 60 metra hár foss í ánni Skógaá undir Eyjafjöllum. Hann er 15 metra breiður og svipmikill þar sem hann fellur fram af bergbrún niður í  hyl á flatlendinu. Ofan Skógafoss er röð fagurra fossa í ánni. Skógafoss þykir einn fegursti foss landsins og var friðlýstur árið 1987 sem náttúruvætti.

Verk- og tímaáætlun gerir ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlunin verði tilbúin í febrúar 2018.

Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Guðbjargar Gunnarsdóttur, gudbjorg@ust.is eða í síma 591-2000.

Tengt efni: