Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur breytt leyfi Háskóla Íslands, Öskju, kt: 600169-2039, dags. 25. janúar 2018, fyrir afmarkaða notkun á erfðabreyttum örverum í Öskju við Sturlugötu í Reykjavík. Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera, laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 25. janúar 2028.

Vinnueftirlitið var umsagnaraðili umsóknar. Auk þess var ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur látin vita af breytingunni.

 Skjöl:

Starfsleyfi Háskóla Íslands, Öskju, með greinagerð leyfis í fylgiskjali

Umsögn Vinnueftirlitsins