Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi, dags. 30. janúar 2018, til Íslenskrar Erfðagreiningar ehf., kt: 691295-3549, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í starfsstöðvum sínum við Sturlugötu í Reykjavík. Áður hafði fyrirtækið ótímabundið leyfi fyrir starfsemi með erfðabreyttar örverur. Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera, laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 30. janúar 2028.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið.

Skjöl:

Starfsleyfi Íslenskrar Erfðagreiningar með greinagerð leyfis í fylgiskjali

Umsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur

Umsögn Vinnueftirlitsins