Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Nú eru kröfur vegna hreindýraleyfa ársins 2018 komnar í heimabanka þeirra sem hafa gengið úthlutað leyfi. Kröfurnar koma frá Ríkissjóðsinnheimtu. Greiðsluseðlar munu einnig berast mönnum á næstu dögum.

Eindagi er 16. apríl og er ekki hægt að greiða eftir eindaga. Ef veiðimenn setja kröfuna í framvirkar greiðslur er vissara að vísa ekki til síðasta greiðsludags. Þá er gott að athuga hvort krafan sé ekki greidd.

Ef vantar inn á reikninginn þegar krafan á að greiðast verður engin greiðsla framkvæmd og geta veiðimenn misst af leyfinu þar sem greiðsla berst þá ekki á eindaga. Ef einhverjir hafa hætt við að þiggja leyfið er æskilegt að tilkynna það sem fyrst.