Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur lokið útreikningi á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda fyrir tímabilið 2021-2023. Útreikningurinn er uppfærður samkvæmt gildissviði viðskiptakerfisins og innleiðingu línulegs lækkunarstuðuls (2,2%). Lækkunarstuðullinn kemur fram í grein 28.b í tilskipun 2003/87/EB eins og henni var breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2017/2392, um viðhald á núverandi takmörkunum á umfangi flugstarfsemi og til að undirbúa framkvæmd hnattrænnar markaðstengdrar ráðstöfunar frá 2021  Þessi breytingar voru innleiddar með reglugerð 601/2018. Úthlutunin gæti breyst vegna innleiðingar Sviss inn í EU-ETS kerfið.

Hér má sjá úthlutunina fyrir 2020-2023

Fjöldi heimilda

CRCO

Flugrekandi

2020

2021

2022

2023

27616

Bláfugl

14058

6874

6720

6565

3176

FLUGFELAG ISLANDS

8011

7835

7659

7482

1479

ICELANDAIR

186364

182264

178164

174064