Stök frétt

Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2019.  Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins.  Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur. Það hefst 31. janúar og lýkur 24. febrúar  Nemendur sem ljúka landvarðarnámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu en kennarar koma jafnframt frá öðrum þjóðgörðum, Minjastofnun og víðar að.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að tryggja framboð af hæfum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum. Kennt er samkvæmt námskrá Umhverfisstofnunar og reglugerðar um landverði, nr. 061/1990.

Starf að námi loknu

Allmargir landverðir eru ráðnir til starfa a friðlýstum svæðum ár hvert. Þeir sem ljúka landvarðarnámskeiði öðlast rétt til að starfa sem landverðir og ganga þeir að öllu jafna fyrir við ráðningar í störf landvarða. Eftirspurn eftir landvörðum og framboð reyndra landvarða ræður mestu um hve margir nýútskrifaðir fá vinnu. Námskeiðið er því ekki trygging þess að hljóta vinnu á friðlýstum svæðum, en möguleikarnir eru mun meiri.

Kennsla, stundaskrá: Kennslustundir

Námskeiðið verður kennt milli  kl. 17:00 og 22:00, fimmtudaga og föstudaga og fjórar helgar milli klukkan 09:00 og 17:00.  Helmingur námskeiðsins (lota 1 og 3) veður einnig í boðið í fjarnámi. Fjögurra daga vettvangs- og verkefnaferð verður farin í þjóðgarðinn Snæfellsjökull dagana 6. – 10. febrúar. Fjarnemar hafa skyldumætingu í vettvangs- og verkefnaferðina sem og lokahelgina.

Staðsetning námskeiðs:

Námskeiðið verður haldið í skátaheimili Mosverja, að Álafossvegi 18, Mosfellsbæ.  Námsvefur verður settur upp þar sem nemendur geta nálgast ítarefni og fyrirlestra fyrir fjarnema.

Nemendur:

Nemendum af öllu landinu gefst kostur á að taka þátt.  Lágmarksfjöldi þátttakenda til að námskeið verði haldið er 25 og hámarksfjöldi 32. Fólk með áhuga á útivist, náttúru og náttúruvernd er hvatt til að sækja um á námskeiðið. Mikilvægt er að landverðir búi að góðri samskiptahæfni og hafi ánægju af að vinna með fólki.

Námskeiðsgjöld

Námskeiðsgjöld eru 155.000 kr og standa undir öllum kostnaði við námskeiðið. Námskeiðsgjald skal greiða eða semja um greiðslu þess áður en námskeiðið hefst eða eigi síðar en 1. febrúar 2019.  Innifalið í námskeiðsgjaldi eru kennsla, kennslugögn og vettvangsferðir.  Einnig fæðis- og gistikostnaður vegna verkefnaferðarinnar.  Boðið er uppá kaffi og te á námskeiðsstað. Námskeiðið er styrkhæft hjá mörgum starfsmenntunarsjóðum.

Leiðbeinendur, val og reynsla:

Leiðbeinendur eru reynslumiklir starfsmenn og landverðir jafnt Umhverfisstofnunar sem annarra stofnana. Lögð er áhersla á leiðbeinendur með víðtæka reynslu og þekkingu á starfssemi verndarsvæða og störfum landvarða.  Margir þeirra hafa kennt árum saman á landvarðarnámskeiðum.

Mat á frammistöðu nemenda

Nemendur taka þátt í öllum hópverkefnum sem lögð verða fyrir.  Fjarnemar leysa sérverkefni í þeim námskeiðum sem lenda utan staðarlota. Sama gildir um staðarnema ef þeir mæta ekki.  Einnig skulu nemendur leysa önnur verkefni sem kennarar leggja fyrir.  Heimavinna er í formi lesturs á ítarefni sem lagt verður fyrir, einstaklingsverkefna o.fl.  Mat verður lagt á frammistöðu nemenda á námskeiðinu. Standast þarf mat til að útskrifast.

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning

Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Kristín Ósk Jónasdóttir í síma 591 2000 eða á netfanginu kristinosk@ust.is  Sótt er um þátttöku á námskeiðinu á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Hámarksfjöldi nemenda á landvarðarnámskeiði eru 32. Skráð er á námskeiðið eftir röð umsókna. Lágmarksfjöldi nemenda er 25 og fellur námskeiðið niður ef tilskilinn fjöldi næst ekki. Skráningafrestur er til  15. janúar 2019. 

 

Megin umfjöllunarefni námskeiðsins er:

  • Landverðir, helstu störf
  • Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála
  • Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga
  • Gestir friðlýstra svæða
  • Mannleg samskipti
  • Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum, bóklegt og verklegar æfingar
  • Náttúruvernd, verkfærin okkar
  • Vinnustaður landvarða
  • Öryggisfræðsla

 

  • Landvarðanámskeið 2019

Dags.              Vikudagur     Lota                           Kennslutími

31. janúar       Fimmtudagur Stað/fjar                     17:00 – 22:00

1. febrúar        Föstudagur     Stað/fjar                     17:00 – 22:00

2. febrúar        Laugardagur   Stað/fjar                     9:00 – 17:00

3. febrúar        Sunnudagur    Stað/fjar                     9:00 – 17:00

6. febrúar        Miðvikudagur Stað/skyldumæting    16:00 – 22:00

7. febrúar        Fimmtudagur Stað/skyldumæting     9:00 – 21:00

8. febrúar        Föstudagur      Stað/skyldumæting    9:00 – 21:00

9. febrúar        Laugardagur   Stað/skyldumæting    9:00 – 21:00

10. febrúar      Sunnudagur    Stað/skyldumæting    9:00 – 16:00

14. febrúar      Fimmtudagur Stað/fjar                     17:00 – 22:00

15. febrúar      Föstudagur     Stað/fjar                     17:00 – 22:00

16. febrúar      Laugardagur   Stað/fjar                     9:00 – 17:00

17. febrúar      Sunnudagur    Stað/fjar                     9:00 – 17:00

21. febrúar      Fimmtudagur Stað/skyldumæting    17:00 – 22:00

22. febrúar      Föstudagur      Stað/skyldumæting    17:00 – 22:00

23. febrúar      Laugardagur   Stað/skyldumæting    9:00 – 17:00

24. febrúar      Sunnudagur    Stað/skyldumæting    9:00 – 17:00

 

 

 

Námskeiðið er boðið í fjarnámi en skyldumæting er í vettvangs- og verkefnaferð 6. til 10. febrúar og loka lotuna.