Stök frétt

 

Umhverfistofnun leitar að leiðtoga fyrir svið efna, eftirlits og veiðistjórnunar. Stofnunin gegnir mikilvægu hlutverki í þessum fjölbreyttu og krefjandi málaflokkum og er sviðstjóri leiðandi í stefnumótun og þróun málaflokkanna innan stofnunarinnar.

Leitað er að hvetjandi einstaklingi sem er tilbúinn að leiða hóp sérfræðinga með jákvæðni og metnað að leiðarljósi.

 

Helstu verkefni
• Daglegur rekstur og stjórnun og ábyrgð á jákvæðum skilaboðum innan sviðs og stofnunar út á við.
• Áætlanagerð og eftirfylgni.
• Þróun, stefnumótun og markmiðasetning.
• Mannauðsmál sviðsins.
• Gæðamál, eftirfylgni og ábyrgð.
• Samskipti við Alþingi, ráðuneyti, stofnanir og hagsmunaaðila.

 

Sviðstjóri er fyrirmynd í öllum sínum störfum og samskiptum. Hann fylgir
gæðareglum, gildum stofnunarinnar og hefur yfirmarkmið stofnunarinnar sífellt að
leiðarljósi. Sviðstjóri ber ábyrgð á jákvæðum skilaboðum innan sviðs og
stofnunar út á við. Hann skilgreinir og fagnar áfangasigrum.

Hæfniskröfur
- Meistarapróf á háskólastigi sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnunarstörfum
- Leiðtogahæfni og hæfni í samskiptum
- Góð fyrirmynd í starfi
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
- Þekking og/eða reynsla af málaflokkum sviðs
- Jákvæðni og metnaður

Konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið.

Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Föst starfsaðstaða getur verið, allt eftir búsetu, í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum.

Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir frá ráðningu.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 18. febrúar 2019

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, 
www.capacent.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra Lind Sigurðardóttir (thora.sigurdardottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.