Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að setja á fót viðurkenningu í samræmi við tillögu Samráðsvettvangs um aðgerðaráætlun í plastmálefnum.

Átakinu er ekki síst ætlað að veita nýsköpun aukinn slagkraft. Stefnt er að því að næstu þrjú ár verði framúrskarandi lausnum sem koma í staðinn fyrir plast veitt viðurkenning.

Umhverfisstofnun hefur verið falið að vinna að þessu verkefni og verður auglýst eftir tilnefningum í vor. Afhending verður svo í haust, þegar Plastlaus september stendur yfir. Mat á þáttum sem viðurkenningarhafar þurfa að uppfylla verður kynnt síðar á síðunni www.ust.is/plastlaus.

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum eða vilja senda inn ábendingar um tilnefningar geta haft póstsamband við Umhverfisstofnun, ust@ust.is.