Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Frestur til að greiða úthlutað hreindýraleyfi rennur út í dag þann 15. apríl. Krafa frá Ríkissjóðsinnheimtu er í heimabanka leyfishafa og hægt að greiða hana til kl. 21:00.

Ef krafan finnst ekki má millifæra með eftirfarandi upplýsingum:  Kennitala móttakanda:  5402696459  Reikningsnúmer:  0001-26-25335. Skýring greiðslu skal vera kt. leyfishafa. Þá er mikilvægt að senda kvittun vegna greiðslunnar á netfangið joigutt@ ust.is til að hægt sé að koma greiðslunni á rétta kröfu.

Að gefnu tilefni skal veiðimönnum bent á að passa að innistæða sé fyrir kröfunni ef það hefur stillt á framvirkar greiðslur í heimabanka. Ef innistæðan dugar ekki greiðist krafan ekki. Að greiða ekki fyrir lok greiðslufrests þýðir að viðkomandi missir úthlutað leyfi.