Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi SORPU bs. til meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi opinberlega á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 5. apríl til og með 6. maí 2019 og var gefinn kostur á skriflegum umsögnum um tillöguna á því tímabili. Engin umsögn barst um tillöguna.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, öðlast þegar gildi. Starfsleyfið gildir til 23.05.2035.

Með útgáfu þessa starfsleyfis fellur eldra starfsleyfi SORPU í Álfsnesi, útg. 21.08.2014, úr gildi.

Auglýsing þessi er birt á fréttavefsvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálk fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl