Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur staðfest að umsókn Laxa fiskeldis ehf. um starfsleyfi fyrir aukið laxeldi í Reyðarfirði sé fullnægjandi og að í undirbúningi er auglýsing á starfsleyfistillögu.

Umsóknin barst árið 2017 en henni hefur verið breytt vegna áhættumats Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar. Verið er að vinna úr umsókninni og gert er ráð fyrir að innan skamms verði auglýst tillaga að starfsleyfi til að framleiða allt að 3.000 tonnum á ári af frjóum laxi. Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Umsókn um starfsleyfi