Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið breytingu á starfsleyfi Skaftárhrepps til reksturs urðunarstaðar á Stjórnarsandi.

Skaftárhreppur óskaði eftir breytingu á starfsleyfinu til að fá heimild til að geyma allt að 25 tonnum af hjólbörðum en fyrir var heimild til geymslu á allt að 30 tonnum af brotajárni og allt að 30 tonnum af timbri. Í ferlinu var ákveðið að heimild yrði einnig veitt til geymslu á allt að 10 tonnum af plasti. Heimild starfsleyfisins til heildar móttöku úrgangs sem og urðun er þrátt fyrir þetta óbreytt.

Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.

Tillaga að breyttu starfsleyfi verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 8. júlí 2019 til og með 6. ágúst 2019 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. rg. nr. 550/2018.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 6. ágúst 2019.

 

Tengd skjöl: