Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur staðfest að umsókn Hábrún hf. um starfsleyfi fyrir 700 tonn/ári sjókvíaeldi regnbogasilungs og þorsks í Skutulsfirði, Ísafjarðardjúpi, sé fullnægjandi og að í undirbúningi er auglýsing á tillögu að starfsleyfi.

Upprunaleg umsókn rekstraraðila var fyrir 1.000 tonna eldi sem var ákvarðað matsskyld framkvæmd af Skipulagsstofnun dags. 24. október 2017. Þá var umfang eldisins minnkað niður í 700 tonn ársframleiðslu og/eða á hverjum tíma og var sú framkvæmd ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 11. apríl 2018.

Verið er að vinna að starfsleyfistillögu og gert er ráð fyrir að innan skamms verði hún auglýst í fjórar vikur. Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.