Stök frétt

Umhverfisstofnun mun frá og með mánudeginum 29. júlí nk., opna fyrir umferð gesta um Gróttu. 

Umrætt svæði er skilgreint sem friðland skv. auglýsingu nr. 13/1984. Samkvæmt auglýsingunni er umferð óviðkomandi fólks bönnuð á tímabilinu 1. maí til 15. júlí. Umhverfisstofnun taldi mikilvægt að loka svæðinu tvær vikur í viðbót þar sem hætta var á verulegri röskun á fuglalífi ef svæðið hefði verið opnað á þeim tíma sem tilgreindur er í auglýsingunni. 

Stofnunin vill beina því til gesta að taka tillit til fuglalífsins og halda sér innan afmarkaðra svæða. 

 

Information in English 

On Monday, July 29th., the Environment Agency will reopen Grótta for visitors. 

The closing of Grótta was due to danger of disturbance of birdlife leading to impact on nesting success and chick survival. 

The Agency requests all guests to respect the birdlife and keep within the defined area.