Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

 

Fleiri fréttir sem tengjast umsvifum Umhverfisstofnunar voru fluttar í íslenskum fjölmiðlum fyrstu sex mánuði þessa árs en árið 2018.

759 fréttir voru fluttar um Umhverfisstofnun frá janúar til loka júní þetta ár eða 4-5 daglega að jafnaði samkvæmt samantekt Creditinfo. Alls urðu fréttirnar á sama tímabili árið 2018 732 talsins.

Flestar fréttirnar birtust í vefmiðlum. Ekki má miklu muna milli hlutdeildar mbl.is, visir.is og ruv.is en hlutdeild umfjöllunar er hæst hjá þessum þremur fréttaveitum.

Umhverfisstofnun leggur upp úr góðu sambandi við fjölmiðla og reynir að svara fyrirspurnum eins skjótt og kostur gefst.