Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Sigrúnu Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, til að gegna tímabundið embætti forstjóra Umhverfisstofnunar fram að skipun nýs forstjóra, allt fram að 1. mars 2020.

Sigrún er lögfræðimenntuð, hefur starfað sem sviðstjóri frá stofnuninni frá 2008 og var staðgengill forstjóra.

Mynd: skjáskot Rúv.