Stök frétt

Árlegur ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa var haldinn í gær á Hótel Héraði á  Egilsstöðum.

Fundurinn gekk afar vel og voru erindi á fundinum fjölbreytt og skemmtileg. Þá urðu góðar hópumræður í lok fundar þar sem málin voru rædd enn frekar.

Eftir fundinn bauð Fljótsdalshérað fundargestum í skoðunarferð í elsta hluta bæjarins, þar sem áformað er að gera að verndarsvæði í byggð. M.a. var Minjasafn Austurlands heimsótt þar sem skoðaðar voru tvær sýningar, Hreindýrin á Austurlandi og Sjálfbær eining. Í lok skoðunarferðar var komið við á baðstaðnum Vök.

Umhverfisstofnun þakkar Fljótsdalshéraði kærlega fyrir gestrisnina og öllum fundargestum fyrir komuna.