Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur breytt leyfi Háskóla Íslands (kt: 600169-2039) í starfsstöð sinni VRIII að Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra músa til að heimila einnig starfsemi með erfðabreyttar rottur.

Nánari upplýsingar um tilkomu breytingarinnar má finna í greinargerð með breyttu leyfi.

Leitað var álits ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur sem gerðu ekki athugasemdir við breytinguna.

Umhverfisstofnun tekur fram að viðbót heimildar til að vinna með erfðabreyttar rottur felur ekki í sér breytingu á afmörkunarflokkun starfseminnar og þær ráðstafanir til afmörkunar dýranna sem leyfishafi þarf að uppfylla skv. 2. viðauka reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera.

Ákvörðun hefur verið tekin um að breyta leyfinu en það hefur enn sama gildistíma til 16. nóvember 2026. Allar efnislegar breytingar á leyfinu eru í  hornklofa og gert er grein fyrir þeim í fótnótu í breyttu leyfi. Einnig voru gerðar aðrar útlitsbreytingar til uppfærslu á leyfinu.

Starfsemin sem hér um ræðir fellur undir lög um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerð nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera.

Ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða breytingu á leyfum eru samkvæmt lögum nr. 18/1996 og sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til og með 25. janúar 2020. Aðsetur nefndarinnar er í Skuggasundi 3, 101 Reykjavík.

 

Fylgiskjöl