Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt


Í dag voru tekin ánægjuleg fyrstu skref í að koma gestastofu Hornstranda á laggirnar, en þá var undirritaður leigusamningur við Björnsbúð ehf, um leigu á sýningar- og móttökurými fyrir gestastofuna. 

Hornstrandastofa verður staðsett í hjarta bæjarins, að Silfurgötu 1 og er stefnt að því að opna gestamóttöku og litla sýningu strax í vor, eigi síðar en 1. júní. Þar með flyst starfsemi Umhverfisstofnunar á Ísafirði þangað.

Er það von okkar að heimsókn í Hornstrandastofu verði fastur liður í skipulagi þeirra sem hyggjast heimsækja friðlandið, þar sem landverðir geta aðstoðað gesti við ferðaskipulagningu og eins veitt upplýsingar um aðstæður og nauðsynlegan útbúnað. Jafnframt að sýningin verði fræðandi og áhugaverð fyrir þá sem láta það nægja að koma í gestastofuna. 
Hlökkum til að taka á móti öllum, bæði heimamönnum og þeim sem komnir eru lengra að.