Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Í þeirri fordæmalausu stöðu sem upp er komin vegna kórónaveirunnar COVID-19 hefur orðið gríðarleg aukning á eftirspurn eftir  handspritti hér á landi. Hefur eftirspurn verið mætt með aukinni framleiðslu, m.a. af aðilum sem ekki hafa fengist við hana áður. Til að koma í veg fyrir að settar séu sótthreinsivörur á markað sem ekki uppfylla kröfur sem til þeirra eru gerðar vill Umhverfisstofnun árétta nokkur mikilvæg atriði.


Virka efnið í handsprittinu þarf að hafa undirgengist eða verið tilkynnt í áhættumat

  1. Handspritt fellur undir vöruflokkinn sótthreinsiefni sbr. reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur sem innleiðir hér á landi reglugerð (ESB) nr. 528/2012 sama efnis.

  1. Reglurnar sem gilda um markaðssetningu sæfivara snerta m.a. virk efni og þá gildir það að ef öll virk efni í vöru hafa verið áhættumetin og samþykkt þarf markaðsleyfi til þess að setja vöruna á markað.

  1. Algengasta virka efnið í handspritti er etanól en þar að auki er oft að finna própanól og ísóprópanól í þessum vörum.

  1. Búið er að áhættumeta og samþykkja virku efnin própanól og ísóprópanól til notkunar í sæfivörur og því þurfa vörur sem einungis innihalda þessi virku efni markaðsleyfi til þess að vera löglegar á markaði.

  1. Etanól er ennþá í áhættumati og því mega vörur sem innihalda það vera á markaði án þess að hafa markaðsleyfi enn sem komið er.

Við merkingar hættuflokkaðra efnavara eins og handspritts þarf að hafa sérstaklega í huga að:

  1. Stærð merkinganna sé í samræmi við kröfur í reglugerð.

  1. Umbúðir vörunnar séu traustar og ekki villandi fyrir neytandann. Í tilfelli handspritts er t.a.m. afar mikilvægt að umbúðir líkist ekki umbúðum drykkjarvara til þess að koma í veg fyrir slys.

  1. Notaðar séu réttar staðlaðar íslenskar þýðingar á viðvörunarorði, hættu- og varnaðarsetningum.

  1. Framleiðandi eða innflytjandi ábyrgist að varan sé rétt hættuflokkuð