Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umfjöllun fréttamiðla um störf Umhverfisstofnunar óx milli áranna 2018 og 2019 skv. fjölmiðlaskýrslu Creditinfo. 1610 fréttir voru birtar árið 2019 sem tengdust stofnuninni eða 4,4 að jafnaði hvern dag ársins. 997 þeirra birtust í netmiðlum, 308 í prentmiðlum, 140 á sérvef og 165 fréttanna voru sjónvarps-og útvarpsfréttir.

Fjórir fréttavefir fjalla langmest um Umhverfisstofnun. Mbl.is birti meira en fimmtu hverja frétt sem skrifuð var um Umhverfisstofnun, visir.is 18%, ruv.is 16% og frettabladid.is 13%.

Geta má þess að vinsælasta frétt ársins skv. deilingum á facebook fjallaði um fatakaup Íslendinga.

„Við leggjum okkur fram að sinna blaða- og fréttamönnum sem best skyldi og veita skjót svör við fyrirspurnum, enda eru fjölmiðlar mjög mikilvægur upplýsingahlekkur milli Umhverfisstofnunar og almennings,“ segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar um niðurstöðurnar.